Um 90 manna hópur sjálfboðaliða starfar við símsvörun hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Allir hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja og er reglulega boðið uppá handleiðslu og fræðslufundi um málefni tengd Hjálparsímanum. Hjálparsíminn gegnir því hlutverki að veita virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda, t.d. sökum þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana. Auk þess veitir Hjálparsíminn sálrænan stuðning og ráðgjöf til þeirra sem telja að brotið hafi verið á sér á internetinu. Hlutverk Hjálparsímans 1717 er því mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila og má segja að ekkert sé Hjálparsímanum óviðkomandi.

Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close