Rauði krossinn
Til að geta sinnt öllum okkar mikilvægu verkefnum þurfum við á stuðningi þínum að halda. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum!
Það er mjög auðvelt að stofna þína eigin söfnun.
SKREF #1
Ákveddu hvaða verkefni Rauða krossins þú vilt styrkja og búðu til þína eigin söfnun .
Möguleikarnir eru fjölmargir. Safnaðu áheitum fyrir afmælið þitt, hlauptu maraþon eða tileinkaðu ástvini framtakið. Veldu heiti og mynd og söfnunin er tilbúin! Hægt er að stofna söfnun sem lið eða einstaklingur.
SKREF #2
Deildu söfnuninni með vinum og vandamönnum og óskaðu eftir framlögum.
Þegar söfnunin er tilbúin er mikilvægt að segja sem flestum frá - þannig nærðu hraðar markmiðinu þínu!
Verkefni sem þú getur safnað fyrir
Hvaða verkefni Rauða krossinns langar þig að styrkja?
1717
Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund erindi til 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast.
Skaðaminnkun
Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neysluhegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af verkefninu án mikils tilkostnaðar.
Félagsleg verkefni
Félagslegu verkefnin okkar miða að því að styrkja og efla félagslega þátttöku þeirra sem taka þátt. Unnið er út frá þörfum notenda hverju sinni og útfærslur verkefnis eru fjölbreyttar. Þátttakan getur verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis, en reynt er að mæta óskum notenda eins og kostur er.
Alþjóðlegt hjálparstarf
Áherslur Rauða krossins á Íslandi í alþjóðastarfi lúta að jafnrétti kynjanna og aukinni vernd berskjaldaðra hópa. Þá er lögð áhersla á að styrkja landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans svo þau geti betur sinnt sjálfbæru hjálpar- og mannúðarstarfi í sínum samfélögum. Þá er lögð þung áhersla á draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og forvarnir við þeim.
Móttaka flóttafólks á Íslandi
Grunnþjónusta við fólk á flótta og ábyrgð á henni liggur ávallt hjá stjórnvöldum með stuðningi frá öðrum aðilum. Rauði krossinn á Íslandi hefur komið að móttöku og aðlögun flóttafólks með einum eða öðrum hætti frá árinu 1956 og veitir flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd enn þann dag í dag víðtæka þjónustu, m.a. á grundvelli samninga við stjórnvöld. Með stoðhlutverki sínu og öflugum mannauð um land allt getur Rauði krossinn á Íslandi stutt við fólk á flótta eftir fremsta megni
Lítil þúfa veltir þungu hlassi og öll hjálp er vel þegin. Takk fyrir stuðninginn, saman erum við hreyfiafl jákvæðra breytinga.
Safnanirnar
{{ current_participant_number }}
Síður hafa verið stofnaðar til þess að styðja við fólk og samfélög í neyð. Byrjaðu þína söfnun í dag.
Start your campaign
{{ collected_gift_amount_formatted }}
Hafa safnast. Vilt þú leggja þitt af mörkum? Skoðaðu aðrar safnanir og vertu hreyfiafl jákvæðra breytinga.
Support a campaign
Lið
Fjáröflun
Rauði krossinn á Íslandi
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík Kennitala 530269-2649
Símanúmer: 570-4000 Netfang: central@redcross.is