Aðstoðin sem sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Ástalíu veita er m.a. að skrá fólk og aðstoða það við að komast í samband við ástvini sína, veita sálrænan stuðning sem og að afhenda nauðsynjar líkt og mat og vatn. Þá mun Rauði krossinn í Ástralíu veita þolendum sem misst hafa allt sitt fjárstyrk á næstu mánuðum til þess að kaupa það sem þau vanhagar mest um. Áhrif náttúruhamfara sem þessara geta verið afskaplega mikil og tekið langan tíma að vinna úr og sjálfboðaliðarnir í Ástralíu búa sig núna undir það.

 

Rauði krossinn á Íslandi er ekki með formlega söfnun en tekur á móti fjárframlögum.

Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close