Frú Ragnheiður – skaðaminnkun er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með fíknivanda. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga. Jaðarsett fólk í samfélaginu á sjaldan kost á heilsugæslu í hefðbundnum skilningi. Frú Ragnheiður er því oftar en ekki eina úrræðið sem er í boði fyrir heimilislausa eða fólk sem notar vímuefni í æð sem þurfa oft sárlega á heilsugæslu að halda. 

Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close