Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík og hefur það markmið að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með fíknivanda. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, sex kvöld í viku. Í Frú Ragnheiði er bæði veitt hjúkrunarmóttaka og nálaskiptaþjónusta.
Update your browser to view this website correctly. Update my browser now