Íbúar í Suður Súdan og Sómalíu glíma við alvarlegan fæðuskort og hungursneyð vofir yfir. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir hungursneyð á afmörkuðu svæði í Suður Súdan og auk þess nálgast ástandið í Sómalíu hættuástand. Milljónir manna eiga það á hættu að svelta ef ekkert verður að gert.

Rauði krossinn á Íslandi hefur átt í samstarfi við Alþjóða Rauða krossinn og aðstoðað við verkefni í Suður-Súdan og Sómalíu og þekkir því vel til aðstæðna í þessum ríkjum. Hjálparbeiðnir hafa verið sendar út frá Alþjóða Rauða krossinum þar sem landsfélög um allan heim voru beðin um að styðja við aðgerðir fyrir fólk sem býr við fæðuskort og hungur og tók Rauði krossinn ákvörðun um að svara því neyðarkalli.

Takk fyrir að leggja þitt af mörkum.

 

 

Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close