Rauði krossin hefur sl. ár stutt við stúlkur og konur í Malaví, frætt þær um m.a. réttindi sín, hreinlæti og blæðingar. Rauði krossinn hefur byggt vatnsbrunna og vatnsdælur, gefið skólabúninga og skó, skólabækur, vasaljós, fjölnota dömunbindi og fleira til að styðja við stúlkur til menntunar auk þess að greiða skólagjöld.

Hátt brottfall stúlkna úr skólum er mikið áhyggjuefni. Vel hefur til tekist að fá foreldra til þess að skrá börn sín í skóla við sex ára aldur, bæði stúlkur og drengi. En heimilið og fjölskyldan er talin meginábyrgð kvenna og því telja margir foreldrar til lítils að útvega stúlkum menntun. Malavískar stúlkur hætta því skólagöngu oft fljótt og talið er að allt að 32% stúlkna séu hættar skólagöngu á tólfta aldursári. Þær eru gjarnan giftar barnungar og verða fljótt þungaðar. Áhersla er lögð á að bæta til frambúðar heilbrigði, aðgang að hreinu vatni, auka hreinlæti og efla stúlkur til skólagöngu og bæta þekkingu þeirra á eigin réttindum og trú á eigin getu.

Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close