Yfirvofandi er alvarlegur fæðuskortur og hungursneyð í Suður Súdan og Sómalíu. Ástæðurnar má rekja til uppskerubresta vegna óreglulegra rigninga og langvarandi þurrka ásamt þeim átökum sem hafa geisað á þessum svæðum. Ég ætla sannlega að leggja mitt af mörkum til þess að bjarga mannslífi, en hver upphæð óháð stærðargráðu skiptir afar miklu máli - orðatiltækið margt smátt gerir eitt stórt á sannarlega við hér. Ég hvet alla sem tök hafa, að leggja hönd á plóginn og verða við því neyðarkalli sem Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur sent frá sér sökum þessa.
Update your browser to view this website correctly. Update my browser now