Hjálpumst að og hjálpum þeim
Hólmfríður Kristjánsdóttir Kopavogur Valdefling stúlkna og kvenna í Malaví

Hjálpumst að og hjálpum þeim

„Versta hungursneyð frá stofnun SÞ“. Þessi setning birtist mér í blaðinu í liðinni viku á meðan ég skóflaði í mig morgunmatnum. Sorglegt hugsaði ég, smjattaði á ljúffengum hafragrautnum og fletti kæruleysislega yfir á næstu síðu þar sem ég hóf að lesa um tískustrauma sumarsins. Blessunarlega leið ekki á löngu þar til samviskan náði mér. Ég gerði hlé á annars mikivægum lestri og fletti aftur til baka. Það sem blasti við mér voru átakanlegri staðreyndir en ég gerði mér grein fyrir. Rúmlega tuttugu milljónir manna væru í hættu á að verða hungurmorða og ein og hálf milljón barna kynnu að svelta í hel fyrir lok þessa árs. Fyrir lok þessa árs. Ég endurtók setninguna nokkrum sinnum í huganum meðan ég náði í rykuga reiknivélina. Útkomurnar voru þessar: Mannfjöldi Íslands x 60,6 = 20 milljónir Fjöldi barna á Íslandi x 19 = 1,5 milljón barna „Fyrir lok þessa árs“, endurtók ég í huganum enn einu sinni. Ef þessar tölur eru ekki nóg til þess að finna sig knúinn til að leggja hönd á plóg (þó ekki sé nema litla fingur) hlýtur maður að þurfa að endurskoða sjálfan sig sem tegundina Homo sapiens. Við gátum styrkt Eurovision um 39.452.199 krónur síðustu helgi. Sjálf eyddi ég 1290 krónum í Daða Frey og sé ekki eftir því. Ég ætla þó að gera gott betur en það núna og skora ég hér með á ykkur að gera slíkt hið sama. Saman getum við komið í veg fyrir dauðsföll og ýmsa alvarlega sjúkdóma sem stafa af völdum hungursneyðar. Ef tuttugu manns gefa 1000 krónur er markmiðinu náð! Upphæðirnar geta þó að sjálfsögðu verið minni. Svo um engan misskilning sé að ræða er þessi reikningur partur af neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir Suður-Súdan og Sómalíu og munu allir peningarnir sem hér safnast renna í þessa söfnun.

Söfnuð upphæð:
Markmið: 20.000 kr.
Tímabil:
17.3.2017 17.4.2017

Virkni

Söfnunarfé:

Nýjustu fjárframlög

{{don.Amount | number:0}} kr.
{{don.Name}}
{{don.Message}}
Hjálpumst að og hjálpum þeim
Hólmfríður Kristjánsdóttir
{{don.MessageAnswer}}
Það hefur enginn gefið í þessa söfnun
Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close