Við erum þrjár stúlkur á okkar þriðja og síðasta ári í Menntaskólanum við Sund og viljum við láta gott af okkur leiða. Þess vegna langar okkur að safna fyrir fæðuskorti í Afríku, þar sem við erum í áfanga í skólanum sem heitir Þróunarlönd sem fjallar m.a. um þetta málefni. Hér á Íslandi höfum við það bara nokkuð gott. Aðgangur að hreinu vatni, mat og erum langt í burtu frá stríðsátökum. Því miður búa ekki allir við þann lúxus og viljum við því halda söfnun fyrir þau. Íbúar í Suður Súdan og Sómalíu glíma við alvarlegan fæðuskort og hungursneyð vofir yfir. Þrátt fyrir það er við séum langt í burtu frá þessu öllu saman og höldum að við getum ekki gert neitt þá er samt alltaf hægt að gera eitthvað. Þessi söfnun mun hjálpa þeim sem minna meiga sín og þess vegna leitum við til ykkar. Allir skipta jafn miklu máli. Takk fyrir að leggja þitt að mörkum. Margt smátt gerir eitt stórt.
Update your browser to view this website correctly. Update my browser now