Söfnuð upphæð: {{dynamicProperties.raisedAmount | number:0}} kr.
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar og bregst við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar alvarlegu neyðar sem er í Jemen. Vegna vopnaðra átaka í landinu er viðvarandi fæðuskortur og vöntun á heilbrigðisaðstoð. 2900 krónur duga til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
Vandamál í Jemen eru gríðarleg og margslungin. Dauðsföll í landinu eru mikil vegna vopnaðra átaka, skorts á mat, heilbrigðiskerfið hefur eyðilagst í átökunum og innviðir og grunnstoðir landsins hafa lamast. Hafnbann einangrar landið og gerir flutning á matvælum og neyðarvistum nánast ómögulegan. Hjálparstarfsmenn á vettvangi hafa orðið fyrir árásum sem gerir það að verkum að allt hjálparstarf reynist erfitt og afar hættulegt.