Jólasveinamílur
Jólasveinamílur Reykjavík Jólaaðstoð fyrir þá sem búa við fátækt

Jólasveinamílur

Desember er ekki bara gleðilegur tími, hann getur verið erfiður fyrir marga og ekki síst í lok erfiðs árs eins og þessa árs sem er að renna sitt skeið (og kemur vonandi aldrei aftur til baka). Jólasveinamílur eru leið þriggja vinkvenna til að létta lundina og takast á við krefjandi markmið og auka þar með seiglu og hamingju í lífinu. Þar sem þær eru óeigingjarnar vildu þær endilega leyfa fleirum að taka þátt í gleðinni. Til að standast áskorun þarf að hlaupa, ganga , hjóla eða fara á gönguskíðum samtals 100 mílur (160 km) á tímabilinu 12.desember - 24.desember (13 dagar) utandyra. það er frá komu fyrsta jólasveinsins Stekkjastaurs þar til sá síðasti, Kertasníkir er kominn til byggða. Áskorunin er vissulega krefjandi en fara þarf samtals 12,3 km að meðaltali á dag og hvetjum við alla til að virkja einnig aðra fjölskyldumeðlimi eða vinnufélaga til þess að hjálpast að við að ná vegalengdinni og eiga saman gæða samverstundir í leiðinni. Viðurkenningarskjal verður sent á alla sem ljúka og skrá þátttöku sína. Hér má lesa meira um áskorunina og skrá sig til leiks. https://www.facebook.com/events/314543349856020 Það kostar ekkert að taka þátt en okkur langar að biðja alla þá sem að hafa tök á að styðja þá sem eiga um sárt að binda yfir jólin með því að styðja gott málefni. Hugsum til þeirra sem hafa sárt um að binda.

Söfnuð upphæð:
Markmið: 300.000 kr.
Tímabil:
3.12.2020 24.12.2020

Virkni

Söfnunarfé:

Nýjustu fjárframlög

{{don.Amount | number:0}} kr.
{{don.Name}}
{{don.Message}}
Jólasveinamílur
Jólasveinamílur
{{don.MessageAnswer}}
Það hefur enginn gefið í þessa söfnun
Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close