Rauði krossinn leggur áherslu á málefni innflytjenda. Starf Rauða krossins með þessum hópi lýtur bæði að aðstoð við innflytjendur með sérstökum verkefnum sem hjálpa þeim að fóta sig betur í íslensku samfélagi og eins að því að fá innflytjendur til liðs við Rauða krossinn og taka þannig virkan þátt í stefnumótun félagsins.  Þá hefur Rauði krossinn útvegað svokölluðum kvótaflóttamönnum, þeim hópum flóttamanna sem ríkisstjórn Íslands hefur boðið sérstaklega til landsins á undanförnum árum, stuðningsfjölskyldur sem aðstoða við aðlögun að íslensku samfélagi.

Opið hús er haldið tvisvar í viku og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttamanns hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Tilgangurinn er að veita einstaklingum stuðning og tækifæri til að byggja upp tengslanet og auka þátttöku sína í íslensku samfélagi.

Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close