Í hartnær tuttugu ár hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt verkefni palestínska Rauða hálfmánans með það að markmiði að auka áfallaþol palestínska samfélagsins og bæta sálræna og andlega líðan íbúa landsins. Rauði hálfmáninn hefur þjálfað hundruð sjálfboðaliða til að veita sálrænan stuðning þegar áföll dynja yfir auk þess sem félagið veitir ýmis konar þjónustu við fólk sem þjáist vegna stríðsátakanna. Þá fá börn sérstaka aðstoð í hópum með jafnöldrum sínum og ungmennum er gefinn kostur á að starfa sem sjálfboðaliðar og fá þannig margvíslega þjálfun. 

Þó verkefni palestínska Rauða hálfmánans, með stuðningi Rauða krossins á Íslandi, hafi til þessa náð til fjölda barna, ungmenna og fullorðinna í Palestínu, er ljóst að mikið verk er enn fyrir hendi ef aðstoða á heimafólk við að komast í gegnum og vinna úr þeim erfiðu aðstæðum sem þar ríkja. Rauði krossinn á Íslandi hefur því sett af stað sérstaka söfnun svo efla megi enn frekar sálrænan stuðning og þannig auka áfallaþol meðal íbúa landsins, með sérstaka áherslu á börn og ungmenni.  

Your browser is out-of-date!

Update your browser to view this website correctly. Update my browser now

Close